Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 37
37
sem mestrar menntunar njóta, liggr áreiðanlega raest
á kristindóminum og þeirri sælu, sem honum er
samfara, fyrir þetta líf. Og því hærra, sem hver
einstakr maðr stendr í þekkingarlegu eða menntun-
arlegu tilliti, því meira ríðr honum á kristindómin-
um og þeim sæluauka, er þaðan kemr, fyrir þetta
líf. — Það lætr, býst eg við, í eyrum sumra krist-
inna manna eins og villukenning eða vitleysa, þetta;
en það er sannleikr alveg eins fyrir því. Það stendr
ljóst fyrir hinum guðinnblásna spekingi, sem til sín
lætr heyra í Prédikarans bók í gamla testamentinu,
að með því að auka þekking sína, lyftast svo og svo
hátt í menntalífsáttina, með því einu út af fyrir sig
auki maðr aðallega raunir sínar, svo stórvægilega,
að þá fyrst verði lífíð að ömurlegum hégóma og
sárri kvöl. Og það sýnist hafa staðið nálega jafn-
ljóst fyrir meðvitund mestu spekinganna, sem uppi
voru í heiðna heiminum undir grísk rómversku
menntaninni, þegar hún stóð sem hæst. Eg vil þar
til nefna annan eins mann og Tacítus, hinn fræga
rómverska speking og sagnaritara á síðara hluta
fyrstu aldarinnar eftir Krists fœðing, hinn síðasta
stóranda í þeim bókmenntaheimi. Öll gœði hins þá
veranda heiðna menntalífs lágu opin fjrrir honum.
Stórauðugr var hann; hálærðr og hámenntaðr var
hann; virðingamaðrinn mesti og glœsilegasti á sinni
tíð; göfugustu og fegrstu dyggðahugsjónir lífsins
vöktu fyrir anda hans; heimilislífið hans eins ánœgju-
legt eins og nálega var unnt að hugsa sér. Og þó
að voðalegt eymdardjúp væri til rétt fyrir augum
hans og allra í menntalífi aldarinnar, þrælahaldið
og allar þær hörmungar, sem áttu heima í lægsta
lagi mannfélagsins, hjá mönnunum, sem enr. ekki