Aldamót - 01.01.1896, Side 39
39
hana þangað til menn eiga kost á þeirri sérstöku
sælu, sem kristindómrinn hefir meðferðis og býðr
mönnum upp á.
En kemr þá ekki kristindómrinn með eld,
brennanda eld, inn í mannkynssöguna ? Vissulega.
Eg er hvað eftir annað hér á undan búinn að gefa
það í skyn, að kristindómrinn sé greinilegasti sárs-
auki. Eg hefi gengið út frá því eins og nokkru al-
veg sjálfsögðu, að manneðlið sé út af kristindómin-
um farið að finna svo margfalt meir og sárar til
heldr en áðr. Og eg held því fram eins og nokkru
ómótmælanlegu, að þeir menn allir, sem kristindóm-
inn meðtaka, fái þar með makalausan sársauka inn
í líf sitt. »Eg er«, sagði Jesús Kristr sjálfr, »kom-
inn til þess að senda eld á jörðu« (Lúk. 12, 49).
Og rétt í því frelsarinn var að koma fram í Israel,
sagði Jóhannes skírari samtíðarmönnum sínum og
lærisveinum það fyrir: »Hatin mun skíra yðr með
heilögum anda og eldi« (Matt. 3, 11). Saga aldanna,
sem síðan eru liðnar, er óslitinn, áframhaldandi
vitnisburðr um sannleik þessarar yfirlýsingar og þessa
spádóms. Spádómr þessi hefir allt af verið að rœt-
ast. Kristindómrinn hlaut að verða eldr í heimin-
um. Kristindómrinn þýddi það, að guð var mönn-
um opinberaðr í fylling kærleika síns og heilagleika.
Sú opinberan þýðir eld brennanda. Mannshjörtun
öll taka til að brenna, þegar þau vita af guði hjá
sér og í sér. Menn hugsuðu um guð eins og eld
við brennifórnirnar á gamla testamentisins tið. Guð
talar til Mósesar úr hinum loganda þyrnirunni, þeg-
ar hann kallar hann til hinnar miklu sendifarar til
Egyptalands og býðr honum í sínu nafni að hrífa
lýð sinn út úr eymdinni og ánauðinni þar og koma