Aldamót - 01.01.1896, Side 41
41
ura það, sera gengr að hverjum einstökura og næstu
ástvinum hans, heldr líka ura það, sera hinir allir
nær og fjær í heiminum hafa til brunns að bera af
líkamlegu og andlegu böli. Og ekki að eins að
hugsa um það böl, þá synd og neyð, sem þessir ó-
teljandi í heiminum fyrir utan mann hafa hugmynd
um hjá sjálfum sér og kveljast af, heldr líka um það
böl að því leyti, sem hinir eiginlegu eigendr þess
eru algjörlega tilfinningarlausir út af því. Þvílíkr
dœmalaus sársauki það er, sem inn í mannkynssög-
una er kominn með kristindóminum! Þegar elsku
Jesú Krists er út hellt yfir mannshjörtun, hvað maka-
laust mikið þau hjörtu þá hljóta að finna til!
Menn sleppa að sjálfsögðu við þann sérstaka
mikla sársauka, sem trúnni á Jesúm Krist er sam-
fara, með því að varna kristindóminum inngöngu í
hjarta sitt. Og það er enginn minnsti vafi á því,.
að út af hræðslu við þann sársauka, sem vér getum
kallað Krists kross, hafa heilir hópar fólks bæði á
fyrri og síðari tímum verið ófáanlegir til að ganga
inn í ríki Krists, og heilir hópar fólks sömuleiðis
stokkið út úr því, bætt að vera kristnir menn. En
mannlífið jarðneska nú er verra viðreignar í heim-
iuum en nokkru sinni áðr. Manneðlið í menntalönd-
um heimsins hefir sem sagt aldrei fundið eins mikið
til eins og nú. Og þó menn fiýi út úr kristninni til
þess að komast hjá þeim sérstaka sársauka, sem þar
n.œtir öilum, þá. er heilt haf af sársauka þar fyrir
utan, sem ómögulegt er hjá að komast. Því menn-
ingareldrinn logar í öllum áttum, og út af þeim eldi
er tilfinningin í mannlegu eðli fyrir óþægindum og
böli lifsins orðin svo afar rík. Menn þyrfti því að
fiýja enn lengra en út úr kristninni til þess að kom-