Aldamót - 01.01.1896, Síða 42
42
ast hjá sársauka lífsins. Menn þyrfti algjörlega að
flýja út úr öllu menntalífi, komast á það stig, sem
forfeðr vorir stóðu á i heiðni, verða aftr að
börnum náttúrunnar, eða jafnvel algjörlega verða
að dýrum. Um eitthvað svipað var Rousseau að
hugsa, þegar hann á 18. öldinni bar sitt náttúrulífs-
evangelíum fram fyrir hina frakknesku þjóð og
heiminn yflr höfuð að tala. Hann ætlaði með
þeim boðskap að slökkva menntunareldinn, sem
þá brann svo tilfmnanlega á arni þjóðanna. En það
misheppnaðist. Ut af þeirri kenning kviknaði nýr
eldr, hinn liræðilegi eldr, sem logaði upp úr þjóðar-
hjartanu í hinni miklu frakknesku stjórnarbylting
1789 og næstu árum. Um eitthvað svipað hefir anar-
kista, sócíalista og nihilista þessarar aldar verið að
dreyma. En út af því hefir ekkert annað komið en
ný illvirki, nýr sársauki, nýr kvala- og eyðilegging-
ar-eldr. Um eitthvað svipað eru víst hinir svo
kölluðu »naturiens« á Frakklandi að hugsa á yfir-
standandi tíð. Það er flokkr einn, sem með fyrir-
liða þeim, er Gravelle nefnist, hefir komið sér sam-
an um að taka sig út úr nútíðar-menntalifinu, mynda
náttúrulífs-uýlendu út af fyrir sig, þar sem þeir
verklega ætla að sanna heiminum, »að skuldbinding
sú til að vinna, sem liggr á öilum þeim, er eigna-
lausir fœðast, er ekki annað en óeðlileg og ranglát
hefðarkvöð«. Þeir ætla sér að flýja burt frá þraut-
um og sársauka menntalífsins, en komast vafalaust
bráðum að þeirri niðrstöðu, að þeir geta það ekki
og að engin slík paradís er framar til á jörðu eins
og þá er að dreyma um. Og loks skal eg nefna
eitt, þótt lítilfjörlegt sé, sökum þess það liggr oss
íslendingum nær en alit hitt. Það er draumrinn,