Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 43
43
sera einn Kaupmannahafnar-íslendinginn, Þorstein
Gíslason, dreymdi um árið út af því, hve sælir menn
myndi verða, ef menn að eins fengist til þess að
hætta að ganga uppréttir og fœri eins og aðrar
skepnur að ganga á fjórum fótum; — sæludraumr,
sem honum fannst svo mikið um, að hann áleit það
ómissanda, að hann birtist íslenzku þjóðinni í »Sunnan-
fara«. Eg hefi áðr opinberlega minnzt á þetta
»fenomen« í nútíðarbókmenntum vorum eins og aðra
hlcegilega vitleysu. En eg hefi síðan séð, að það er
ekki tómt hlátrsefni. Það er vitleysa, sem er mjög
alvarleg. Og þess vegna nefni eg hana aftr á ný.
Það er játning Ur vantrúaráttinni um það, að ekki
sé til neins fyrir neinn mann á vorri tíð, að fiýja
að eins út úr kristinni kirkju til þess að komast hjá
sársauka lífsins. Menn verði líka að fiýja út úr
menntalífinu, og jafnvel út úr mannheimum, hætta
að vera menn, stíga aigjörlega niðr í dýraríkið. Það
er vitnisburðr um það, hvað islenzka menntanin
er komin langt í einni sérstakri átt þjóðlífs vors.
Það er spádómr frá einu binna ungu og upp rennandi
skálda vorra um það, til hverra óyndisúrræða fólk
það, er ekki fæst til þess að meðtaka kristindóminn,
muni í framtíðinni hljóta að grípa, ef það eigi að
geta af borið sársauka heimsmenningarinnar.
Eldrinn eða eldleysið er mælikvarði fyrir menn-
ingarástandið í heiminum. Og svo er það þá einuig
að því, er vora litlu islenzku þjóð snertir. Og með
filliti til íslendinga sýnist meira að segja mega hafa
eldinn í bókstaflegum skilningi, hinn náttúrlega eld,
að því leyti, sem hann hefir verið leiddr inn í hús-
líf almennings, fyrir mælikvarða, þegar um það er
að ræða, hvað langt eða stutt þessi sami almenningr