Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 44
44
er kominn inn i heimsmenning nútíðarinnar. Það
er eldhús til á hverjum einasta bœ á Islandi, alveg
að sjáltsögðu. En það má segja eins fyrir því, að
alþýða þar hafi ekki nema að hálfu leyti fengið eld^
náttúrlegan eld, hjá sér kveyktan, og naumast einu
sinni það. Meginþorri hinna eiginlegu íbúðarhúsa á
Islandi er enn ofnlaus; eldrinn ekki notaðr húsunum
til upphitunar. Hitinn, sem notaðr er i almennum
íslenzkum baðstofum, er, eins og þér vitið, fram
leiddr á allt annan hátt. — Þegar eg fyrir ekki full-
um sjö árum skrapp heim til Islands, fór eg meðal
annars yfir þvera Þingeyjarsýslu, sem heíir orð fyrir
að vera sú sýsla landsins, sem einna lengst er kom-
in í menningarlegu tilliti. Það var um haust, en
tíðarfarið þá eins og um hávetr væri. Jörð alsnjóa
og napr kuldi í loftinu. En ekki kom eg nema inn
í einn einasta bœ til sveita, þar sem lagt væri í ofn,
og það af þeirri góðu og gildu ástœðu, að livergi
nema á þeim eina bœ var ofn til. Og svo gestrisið
og góðviljað sem fólkið er og reyndist mér, þá gat
eg ekki notið þess fyrir sakir ónota þeirra, sem ofn-
leysið í húsunum hafði i för með sér. Svona var
það um allt land, þegar eg var að alast upp, og
svona mun það að rniklu leyti vera hjá alþýðu
manna á Islandi þann dag i dag. — Þetta ástand í
húslífi almennings á Islandi bendir á það, að þjóðin
þar heima eigi enn þá býsna langt í land með að
komast inn i það, er vanalega er kallað menntað lít.
Þrátt fyrir alla Kaupmannahafnar-menntanina, sem
ráðið hefir yfir þjóðiífi Islendinga um hinar mörgu
liðnu aldir, og öll þau andlegu útbú, sein hún hefir
komið upp í Jandinu sjálfu, er menntalífsstraumrinn
elcki kominn lengra en það, að þjóðin sitr enn í ofn-