Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 45
45
lausum, óupphituðum húsum! — Eg er nú að vona,
að menntastraumarnir, sem koma til Islands, frá
Norvegi, Bretlandi og jafnvel frá Ameríku, verði
bráðum svo sterkir, að þeir beri eintrjáningsmennt-
anina frá Kaupmannahöfn algjörlega ofrliði. Og þá
fá Islendingar yl og eld inn í sín ibúðarhús eins og
hvert annað »cíviliserað« fólk. Og þó að þeir, sem
nú ráða ríkjum þar heima, kunni að segja, að þetta
sé stolinn eldr, úr því hann ekki kom Kaupmanna-
hafnarveginn, þá gjörir það ekki lifandi ögn til.
Alþýða mun fagna yflr hinum auknu lífsþægindum
og hinum nýja sæluauka. En það geta hins vegar
allir verið vissir um, að þessi eldfengr menntunar-
innar verðr þjóðinni verulegr sársauki. Alþýðan öll
fer að finna eins mikið til út af því, sem að er í
lífinu, eins og þeir tiltölulega fáu nú, höfðingjarnir,
sem kallaðir eru, sem þegar hafa fengið eld fluttan
inn til sín og lifa að vetrarlagi í notalegum ofn-
hlýindum. Og þegar öll þjóðin er búin að fá eldinn
inn til sín og þann sársauka, sem honum er samfara,
þá ríðr henni fyrir þetta líf meira á því að vera
kristin þjóð heldr en nokkurn tíma áðr. Henni ríðr
á sælunni úr kristindómsins átt til þess að sársauki
hins menntaða lífs ekki gjöri út af við hana. Og
það er lifsspursmál fyrir þjóðina, að vera búin að
fá lifanda kristindóm inn í sig áðr en hún fyrir fullt
og allt kemst inn í heimsmenninguna.
Það brot af íslenzku þjóðinni, sem nú á heima
vestan hafs hér í Ameríku, er vitanlega miklu meir
en fólkið heima á íslandi orðið hluttakanda í nútíð-
armenning heimsins. Og þarf í því tilliti að eins að
minnast á það, sem getr virzt smá atriði, en er í
raunjnni stór-atriði, að hér er ekki eitt einasta ís-