Aldamót - 01.01.1896, Page 47
Hugsjónir.
Fyrirlestur
eptir Fr. J. Bergmann.
I.
Hugmyndir og hugsjónir.
Það er til eitt orð á voru máli, — undur dular-
fullt og háfleygt orð, sem optast kemur fyrir hjá
skáldunum, en stundum líka hjá öðrum dauðlegum
mönnum, sem fást við að setja hugsanir sínar í letur,
— orð, sem fjöldi manna ekki skilur, en lætur sjer
þó vera vel við og ber lotningu fyrir, af því menn
hafa hugboð um, að það þýði eitthvað fagurt, háleitt,
göfugt.
Það er orðið hugsjón. Hvað þýðir það orð?
Til er annað orð, sem stendur í nánu sambandi
við það, — orðið hugmynd. Það orð er látið tákna
myndina, er skapast í huga vorum af því, sera vjer
verðum varir við umhverfis oss. Mannleg sál er
eins og skuggsjá, sem allt speglar sig í, er nærri
henni kemur. Myndir, sem þannig koma fram í
skuggsjá huga vors af þvi, sem vjer bregðum henni
yfir, köllum vjer hugmyndir.