Aldamót - 01.01.1896, Síða 48
48
Þegar vjer lesum lýsingar af fjarlægum löndum,
sem vjer höfum aldrei sjeð, fáum vjer mynd af
löndum þessum í huga vorn. Enn ljósari og full-
komnari verður myndin, ef vjer ferðumst sjálfir um
löndin, sjáum þau með eigin augum, því sjón er sögu
ríkari. Vjer hverfum svo heim aptur með þessa
mynd í huga vorum, og hún lifir með oss í endur-
minningunni eins lengi og sálarkraptar vorir eru
óskertir.
Hugmyndir vorar eru þannig að miklu leyti
ijósmyndir af hlutunum umhverfis oss, — ljósmyndir
af umheiminum, skýrar eða daufar eptir því, hve
næmur og vakandi sjónarhæfileiki sálar vorrar er.
En hugmyndir vorar eru líka margar hverjar
öldungis andlegs eðlis. Þær koma ekki allar utan
að, heldur einnig innan að. Þær eru ekki allar
ljósmyndir af hinum líkamlega heimi, sem vjer lif-
um í, heldur einnig af andans heimi. Þær tákna
þá einstök atriði hugsunar vorrar. Þær eru þá
einstakar öldur, sem rísa upp á hinu hulda hafi hins
innra meðvitundarlífs vors.
Vjer verðum varir við ýmsa andlega eiginleg-
leika hjá sjálfum oss. Sumir þeirra eru siðferðislegs
eðlis eins og t. d. það, að vera sannorður. Vjer
metum þessa einkunn mikils, því hin innri meðvit-
und vor segir oss, að þá fái hið rjetta manneðli
vort að njóta sín bezt, þegar vjer tölum satt og
förum ekki með fals. En um leið og vjer hugsum
um þetta, kemur frarn í huga vorum mynd, sem
dregin er af þessari einkunn. Vjer gefum þeirri
mynd nafn og köllum hana sannleikann. Þannig
höfum vjer eignazt hina dýrðlegu hugmynd um
sannleikann.