Aldamót - 01.01.1896, Síða 49
49
Eins aðrar andlegar hugmyndir. Maðurinn fann,
að það var eðli hans samkvæmt að ráða fyrir sjer
sjálfur. Svo tók hann að hugleiða með sjálfum sjer,
í hverju það væri fólgið, og á þann hátt eignaðist
hann hugmyndina um frelsið. — Hann fann hjá sjer
hæfileikann til að elska. Hann fór að hugsa um
þessa áköfu tilfínning hjarta síns, er sett gæti allan
hans innra mann eins og í ljósan loga. Við þessa
umhugsun kom fram í huga hans mynd af þessum
eiginlegleika og hann gaf henni nafn og kallaði hana
kærleika eða ást.
Sannleikurinn, frelsið, kærleikurinn o. s. frv.
eru hugmyndir, — persónulausar myndir, sem mað-
urinn ber í hugskoti sínu.
En hugsjónirnar, — hvað eru þær?
Hugsjónin er persónugjörfing hinna göfugustu
og æðstu hugmynda mannanna. Hugmyndirnar eru
persónulausar stærðir. En hugsjónirnar eru persónu-
legs eðlis. Þær eru hugmyndir, sem tekið hafa á
sig hold og blóð, ef svo má að orði komast. Hug-
myndirnar eru byggðar á reynslu, andlegri eða lik-
amlegri reynslu. En hugsjónirnar liggja reynslunni
ofar, — svo miklu ofar, að þangað nær engin
reynsla.
Vjer hugsum oss mann, sem væri algjörlega
frjáls, — mann, sem leitt hefði hugmynd frelsisins
svo inn í lif sitt, að hún stýrði öllum athöfnum hans
til orða og verka. Það er hugsjón frelsisins.
Eða vjer hugsum oss persónu, þar sem allar
göfugustu hugmyndir mannlegrar fullkomnunar eru
orðnar að veruleik, — persónu, sem vjer gætum
sagt um: Þarna birtist manneðlið í fullkomnun sinni,
— þarna kemur manneðlið í ljós eptir eilífri ákvörð-
Aldamót VI.
4