Aldamót - 01.01.1896, Page 50
50
un þess, — það er eigi unnt að lypta því upp í
hærra veldi, — þarna er maðurinn í allri dýrð sinni,
laus við allt ófullkomleikans gróm.
Sjá, þar höfum vjer fyrir oss mannsandans ei-
lífu hugsjón!
II.
Hngsjónin og einstaklingurinn.
Hvort lítið eða mikið verður úr lífi einstaklings-
ins er allt undir því komið, hvort á bak við orð
hans og gjörðir stendur nokkur hugsjón, — hvort
tilfinningin er vakandi hjá honum fyrir því, hvernig
orð hans og breytni í hverju einstöku tilfelli ætti
að vera. Hann hugsar sjer öldungis fullkominn mann,
standandi í þeim sporum, sem hann stendur. Og
svo spyr hann sjálfan sig: Hvernig mundi hann
tala og hvernig mundi hann breyta í mínum spor-
um? Þegar honum er orðið það ljóst, leitast hann
við að haga sjer eptir því eins vel og honum er
unnt. Hann verður þess á eptir ætið var, að hann
hefur verið mjög fjarri hugsjóninni. En hann lætur
ekki kærleika sinn til hennar þverra fyrir það.
Hann lætur líf' sitt smá-þokast áfram í áttina til
hennar. Hún er sporinn, sem knýr hann áfram,
röddin, sem kallar á hið göfugasta og bezta, sem
til er í fari hans, — dómarinn, sem rekur hið ijóta
og Ijelega smámsaman í útlegð.
Að lifa fyrir einhverja hugsjón, — öðlast þegar
í æsku göfuga, háa og skýra rnynd af manninum
eptir hans eilifu ákvörðun, — fá hana brennda inn
í sálu sína, svo hún aldrei hverfi, — hugsa sjer ein-
hverja stöðu í mannfjelaginu og segja við sjálfan sig:
Þarna vil jeg standa, þetta verk vil jeg vinna, ekki