Aldamót - 01.01.1896, Síða 51
51
sofandi, heldur vakandi, þannig að jeg fái litið stjörnu
hugsjónarinnar siblikandi yflr mjer, án þess að láta
nokkurt næturmyrkur verða svo dimmt, að jeg
gleymi henni, — — leggja alla krapta mína í söl-
urnar, — helga þessari stöðu allt líf mitt, hjarta
mitt, hugsun mína og framkvæmd, — halda sömu
stefnunni, hvernig sem vindurinn blæs, einbeittastur
þá, þegar örðugleikarnir eru mestir, — aldrei að
svíkja lit, — aldrei að falla fram og tilbiðja aðra
guði, þótt öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð sje
í boði, — aldrei að vera hálfur, heldur heill, —
aldrei að selja frumburðarrjett sinn eins og Esaú,
— aldrei að svíkja meistarann eins og Júdas, — en
standa frammi fyrir gyðinglegu ráði blindra farísea
og segja: Framar ber að hlýða guði en mönnum,
— eða frammi fyrir voldugum keisarastóli spillts
tiðaranda og segja: Hjer stend jeg; jeg get eigi
annað; guð hjálpi mjer. Amen! — og láta sig aldrei
bresta hug til að slöngva steininum, þó maður sje
ekki nema smaladrengur!----------—
Nafnfrægi listafræðingurinn Taine endar hið
merkilega ritverk sitt um bókmenntasögu Englands
með þessum orðum: Það er einungis eitt ætlunar-
verk til í heiminum, sem manninum er samboðið, —
að leiða fram sannleika, sem vjer helgum líf vort
og trúum á.
Hugsjónirnar eru ekki einungis fyrir þá, sem
ferðast efst í mannfjelaginu, heldur fyrir alla jafnt,
hvort sem þeir standa ofarlega eða neðarlega í mann-
fjelagsstiganum. En syndin — glæpurinn, sá hinn
mikli og voðalegi, að svíkja, verður eptir þvi stærri,
sem maðurinn stendur ofar. Eptir þvi sem staða
1»