Aldamót - 01.01.1896, Page 52
52
hans er æðri, dregur hann fleiri með sjer og slekk-
ur fleiri ljós.
Einstaklingslífið fer þá allt eptir því, hvort hinn
einstaki maður á nokkra hugsjón, er hafl vald yflr
lífi hans. Dýrin hafa enga hugsjón, — ekkert, sem
knýr þau áfram, nema eigið bundið eðli þeirra. Eigi
maðurinn alis enga hugsjón, enga mynd af því í huga
sínum, hvernig líf hans ætti að vera, og sjeu engin
tilþrif hjá honum í áttina þangað, — þá er hann,
þessi göfuga vera, með andans upplyptu sjón, ekki
farinn að sjá lengra en dýrið. Hann er þá orðinn
blindur eins og moldvarpan.
III.
Hugsjónir þjóðar vorrar.
Hið andlega líf, sem uppi er meðal þjóðanna,
fer eptir því, hve hugsjónirnar eru margar og göf-
ugar, sem láta þar á sjer bera. Þar sem ekki verður
vart við neinar slíkar hugsjónir, höfum vjer það
fyrir satt, að hið andlega líf hafl kulnað út. Þar er
ekkert almennt áhugamál, ekkert fjelagslíf, engin
mannssál hefur þar nokkurn boðskap að bera nokk-
urri annarri sál, — lífið er þar eins og gróðurlaus,
upp blásinn melur.
Vjer Islendingar heyrum einni hinni allra minnstu
menntaþjóð heimsins til. Þótt allir menn af íslenzk-
um uppruna flyttu byggð sína saman í einn bæ,
yrði sá bær býsna neðarlega í tölu stórbæja heims-
ins. Samt sem áður hefur haldizt við nokkurt and-
legt líf meðal þjóðar vorrar fram á þennan dag.
Hún hefur ávallt í sögu sinni átt einhverja menn,
er haft hafa einhverjar hugsjónir, — eitthvað til að