Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 58
58
Þegar runninn af þjer er
idealski sviminn,
neflst við askbotn undu þjer
með asklok íyrir himin.
Það er ein hin mesta gæfa fyrir hvert þjóðlíf,
að eiga embættismannalýð með heilbrigðar og hrein-
ar hugsjónir, sem eru þjóð sinni til sannrar fyrir-
myndar í rjettlæti, trú og sönnum mannkostum. En
það er um leið hin stærsta ógæfa fyrir hvert þjóð-
líf sem er, að eiga embættismenn með óhollar, sjúk-
ar og kærulausar lífsskoðanir, því almenningsaugað
er glöggt og þó verið sje að fara í felur með þær,
Verður það hvað eptir annað vart við að þær stinga
höfðunum út á milli vestishnappanna, — embættis-
menn, sem látið hafa tröll guðsneitunarinnar spretta
í sjáaldur auga síns og hverfa allri sjón sinni á líf-
inu.
Það er ekki að búast við, að auðvelt sje að kenna
þeirri þjóð að elska hugsjónir, sem orðið hefur þess
vör, að embættismannalýðurinn, landsins æðstu menn,
andlegu leiðtogarnir, hafa allt of almennt um lang-
an aldur gjört lítið úr öllum hugsjónum með orði
og eptirdæmi.
Hvernig ráða megi bót á þessu, — fram úr því
verður komandi tíð að ráða. Við svo búið má eigi
standa. Og við svo búið verður eigi látið standa.
Til þess er tilfinningin að verða of almenn og of
sár. Það er ómögulegt annað en sú menntun, sem
alls engar hugsjónir gefur, og ekki kennir neinum
að elska neitt nje standa við neitt, komist í mak-
lega fyrirlitning. Og ef einhver þjóð, hvort heldur
það er stórþjóð eða smáþjóð, er svo óheppin, að all-
ur þorri hinna æðstu embættismanna hennar sje