Aldamót - 01.01.1896, Síða 63
63
Þetta er nú í rauninni býsna álitlegur skipastólþ
þegar maður tekur tillit til þess, að það eru að eins
70 þúsundir manns, sem gjöra hann út.
Þarna höfum vjer þá fyrir oss helztu hugsjón-
irnar, sem vakað hafa fyrir íslenzkum skáldum. Það
er álitlegur hópur. Hann er jafn-lítilli þjóð til stór-
mikils sóma. Samt höfum vjer margs stórmennis að
sakna. Enginn hefur enn, að jeg held, dregið upp
fána kærleikans.
Mjög ólik áhrif hafa hugsjónir þessar haft á
hugsun þjóðarinnar. Skáldskapur þeirra Bjarna og
Jónasar og Jóns Thoroddsen virðist mjer hafa falliú
í beztan jarðveg og borið mestan ávöxt. Þeir hafa
kveðið föðurlandsástina inn í þjóðlíf vort. Það hef-
ur komið fram í vaxandi þjóðrækni, en einkum hef-
ur það komið fram í þeirri rækt, sem lögð hefur
verið við tungu vora, að fegra hana, hreinsa og full-
komna í þeirra anda og samkvæmt þeirri fyrirmynd,
er þeir börðust fyrir.
Það, sem mjer finnst nú helzt vera að öllum ís-
lenzkum skáldskap, er það, hve laus hann er við
lfflð, — að hann skortir afi til að knýja hug þjóð-
arinnar áfram. Hann kennir mönnum að dreyma
fagra drauma, kreppa hnefann í vasanum, en naum-
ast að leggja út í orustuna. Hann kennir mönnum
að láta sjer verða vel við það af þessum hugsjón-
um, sem annars er unnt að láta sjer verða vel við,
en naumast að elska þær svo heitt, að maður helgi
þeim lff sitt og leggi lif og krapta í sölurnar fyrir
þær.
Ekki hafa stærstu skáld heimsins lagt meiri
áherzlu á neitt heldur en þá skyldu mannsins, að
standa við hugsjónir sínar í lífinu, — að vera ekki