Aldamót - 01.01.1896, Side 64
64
liálfur, heldur heill — að láta líf sitt vera satt en
«kki ósatt. Með ótal móti hafa þau leitazt við að koma
þeirri meðvitund inn hjá þjóð sinni, að það að svikja
æsku-hugsjónir sínar væri mannsius stærsta synd.
Og það hefur borið ávöxt. Það hefur skapað marga
menn og margar konur, sem lifað hafa eins og skáld,
þótt aldrei hafi þeir ort eina vísu; líf þeirra hefur
verið eitt einasta langt hetjukvæði í þjónustu hug-
sjónanna. Og það eru eigi einungis þjóðanna þörf-
ustu menn, heldur lang-mestu menn.
Það vantar söguhetjur í íslenzka skáldskapinn,
vegna þess hann er nærri því allur lýriskur. En
það eru söguhetjurnar, — hetjukvæðin, hvort held-
ur í bundnum eða óbundnum stýl, sem sýna hug-
sjóniruar bezt og hafa mest dragandi afi fyrir hug-
ina. Gömlu söguhetjurnar frá fornöldinni eru nærri
því einu bókmenntalegu fyrirmyndirnar, sem vjer
eigum. En það er sá galli á þeim, að þær snúa öf-
ugt við lífinu, eru fyrir aptan oss, en ekki fyrir
framan oss.
Islenzku skáldin verða að leggjast dýpra, leit-
ast við að ná hærri tónum, leggja enn meiri rækt
við gáfuna guðdómlegu, sem þeim hefur gefin ver-
ið, — tii að vekja og kalla á þjóð vora og kenna
henni að elska mannsandans eilífu hugsjónir, svo
,þær fái nýtt vald yfir lífi hennar.
V.
Hugsjónirnar og kristindómurinn.
Þegar vjer látum huga vorn hvarfla yfir mann-
kynssöguna, er eins og hann lypti sjer sem fuglinn
fijúgandi yfir láð og lög, og — horfandi niður af
einhverjum skýjabólstrinum eins og öðrum fjalls-