Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 66
66
andi í hjarta hvers raanns, sem gefur sig honum á
vald. Hann er lifandi og starfandi í útbreiðslu og
efling ríkis síns hjer á jörðunni og verður það til
daganna enda, eins vissulega og hann forðum með
lífi sínu og fórnardauða hratt þeirri starfsemi á
stað.
Prjedikun kirkjunnar er eigi prjedikun um það,
sem eitt sinn var, heldur um það, sem stöðugt er og
verður. Hún er eigi um það, sem vjer höfum oss
að baki, heldur um það, sem vjer höfum fyrir fram-
an oss. Hún er eigi vitnisburður um iíf, sem eitt
sinn var starfandi mönnunum til frelsis og blessunar,
heldur um það líf, sem fæðast má í hverri mauns-
sál og verða henni til frelsis. Hún heldur stöðugt
upp fyrir mönnunum hinni dýrðlegustu hugsjón, sem
nokkru sinni hefur opinberað sig fyrir anda manns-
ins.
Og þrátt fyrir allt, — hvílíkt dragandi og vekj-
andi afl hefur kristindómurinn fyrir mannssálirnar!
Því hann talar beint inn í samvizkur manna. Hann
talar til þess í manneðlinu, sem þrátt fyrir allt stöð-
ugt er að dreyma um guð. Hann kallar á það í
brjóstum vorum, sem segir oss, að vjer sjeum af
guðlegu bergi brotnir.
Hvar og hvenær sem kristindómurinn kallar,
hlýtur haun að vekja bergmál í sálum manna. Þær
kannast þar við sinn fegursta draum, — sjá og
skilja, að það er meira en draumur. Reyndin er
þar óendanlega hafin yíir drauminn, — uppfylling-
in miklu dýrðlegri en þráin.
Og svo guðdómlega háleit er hún, þessi hug-
sjón, að aldrei hefði mannsandanum verið unnt að
skapa sjer hana sjálfur. Honum var að eins unnt