Aldamót - 01.01.1896, Síða 67
67
að dreyma og þreifa fyrir sjer og fálma 1 átt-
ina.
En þegar hann hafði dreymt og þreifað og fálm-
að sig þreyttan til dauðs, gaf guð son sinn einget-
inn, að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur
öðlist eilíft líf.
Hve lifið var orðið gamalt og lúið og lamað,
þegar' hann kom í heiminn. Mannkynið var á þeim
dögum eins og maður, er notið hefur alls, sem unnt
er að njóta, eytt hefur aleigu sinni, ráfar heimilis-
laus fram og aptur, unz hann kemur á fljótsbakka,
sezt þar niður og hugsar með sjer: Nú er ekki til
neins að halda lengra; jeg ætla að láta vatnið veita
mjer líkn.
Með öðrum orðum: Hugsjóuirnar voru dánar.
Og þegar þær deyja, verður svo óttalega dimmt og
nístingskalt í aumingja mannshjartanu. Maðurinn
hefur þá alls ekkert að lifa fyrir.
En þá var hrópað frá hinum fljótsbakkanum:
Maður, líttu upp fyrir þig! Og hann smálypti höfð-
inu hærra og hærra — fjallið gagnvart honum var
svo hátt, — þangað til hann sá upp á brúnina. Og
hann sá lávarð lífsins standa þar sjálfan: Komið til
mín, þjer, sem þreyttir eruð; jeg mun veita yður
hvild.
Síðan heflr einn hluti mannkynsins verið að
ganga upp fjallshlíðina. Margnr krókurinn hefur
verið farinn og mörg lykkjan lögð á leiðina. Samt
sem áður hefur göngunni þokað áfram, nær honum,
sem draga vill mennina til sin.
Og einungis um þenna hluta mannkynsins er
unnt að segja, að hann hafi lifað. Hinn kristni
heimur hefur borið mannkynssöguna á herðum sjer.
5*