Aldamót - 01.01.1896, Síða 68
ti8
Síðan saga kristindómsins hófst, er heiðingjaheimur-
inn að mestu leyti sögulaus heimur. Og að því
leyti sem heiðingjaheimurinn átti sögu áður en frels-
arinn kom í heiminn, er það sagan um leit manns-
andans eptir honum, leit eptir þeirri hugsjón, sem
hann gaf mönnunum, — leit eptir því, sem megi
friða og frelsa og gefa löngun til lífsins, — — leit
eptir því, sem sje nógu göfugt fyrir mannssálina til
að fleygja sjer í faðminn á og elska af öllum mætti.
Að eiga hugsjón kristindómsins í hjarta sínu og
hafa fyrir framan sig þá útsýn, sem hún gefur inn
i eilífðina, — það er eina lífið. Að eiga enga hug-
sjón — ekkert til að lifa fyrir, það er dauðinn.
Þetta er satt um hverja einstaka mannssál. Og
það er satt um hverja einstaka þjóð.
Hugsjónalausu mennirnir eru dauðu punktarnir
í lífi hverrar þjóðar. Þvi fleiri, sem þeir eru, sem
ekkert verulegt lifsmið hafa, þeim mun fleiri verða
dauðamörkin með þjóðlífinu. Matarástin sezt þar í
hásætið. Menn fljúgast á um brauðbitann. Asklokið
verður að himni. Kristindómslaust þjóðlif verður
um leið hugsjónalaust þjóðlíf.
VI.
Hugsjónirnar og kirkjan.
Það er kirkjan, sem á að varðveita kristindóm-
inn í hjörtum mannanna. Það er hún, sem á að
bera fram hugsjónir kristindómsins, — opna augu
þjóðanna fyrir þeim, kenna mönnum að elska þær
og gefa sig þeim á vald. Þar, sem kirkjan er í
blóma, eru hugsjónirnar í blóma.
En í því þjóðlifi, þar sem vantrúin er í blóma,
deyja þær út, slokkna. Vantrúin er í innsta eðli