Aldamót - 01.01.1896, Síða 69
69
sínu vantrú á göfugustu hugsjónir mannanna. Hún
kemur ekki auga á guðdómsdýrð írelsarans, hneyksl-
ast á honum, segist ekki vilja hafa hann. Það hefn-
ir sín á þann hátt, að hún smámsaman missir allt
traust, ef ekki á hugsjónunum sjálfum þegar f stað,
þá að minnsta kosti á mönnunum. Hún segir: Það
er óðs manns æði að lifa fyrir nokkra hugsjón. Þeir,
sem lifa fyrir hugsjónir, hljóta að vera viti sínu
fjær.
Því mennirnir eru úlfar. Og þegar úlfarnir sjá
einhvern einmana riddara hleypa hallarbrúnni niður
og halda einan út á hjarnið á sínum stolta gæðingi,
æsist úlfablóðið. Þeir reka upp ógurlegt angistar-
kvein úr þúsund hungruðum börkum, æða út á hjarn-
ið, — umkringja hann — tæta hann svo í sundur.
Nei, þá er betra að hleypa aldrei hallarbrúnni
sinni niður, — fara aldrei út á hjarnið, — láta sjer
aldrei til hugar koma, að lifa fyrir nokkra hugsjón, —
lofa úlfunum að eiga sig.
Það úir og grúir af gáfuðum og mikilhæfum
mönnum meðal þjóðar vorrar, sem hugsa, tala og
breyta svona.
En svona hugsar ekki kirkjan.
Hún seeir: Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita
ekki hvað þeir gjöra. Það eru mannssálir í myrkri,
— blindir menn. Jeg vil gefa þeim ljós, leysa þá
úr úlfahamnum, kenna þeim að lifa.
Og svo hleypir hún niður sinni hallarbrú og
sendir erindsreka sína út á hjarnið. Og þar lifa
þeir og deyja fyrir þá hugsjón, að gefa öðrum
mönnum Ijós, lypta hugum þeirra upp úr sorpinu
og kenna þeim að gefa sig þeim leiðtoga á vald, er