Aldamót - 01.01.1896, Page 70
70
verða megi frelsari þeirra. Margan úlfinn hefur hún
gjört að manni.
Þegar kirkjan lifir fyrir þessa hugsjón, lætur
frelsi 'sálnanna vera eina ætlunarverkið sitt, álítur
allt annað einkisvert hjá þessu eina — hve heitt
er hún þá elskuð af sínum og hve miklu fær hún
þá eigi til leiðar komið.
Hún er þá sterkasta aflið í mannfjelaginu. Ein-
beittur áhugi og óþreytandi starfsemi eru þá ein-
kenni hennar. Hún hugsar þá ekki um nein völd,
önnur en þau, sem hún hefur fengið hjer að ofan.
En um leið og hún fer að gefa sig við öðru,
blanda starfsemi sinni saman við hin og þessi ver-
aldleg málefni, strita við stjórnmál og gjörast vika-
drengur allra, — kólnar kærleikur fólksins til henn-
ar og kærleikur hennar til fólksins. Hún missir að
því skapi sjónar á eigin ætlunarverki sínu sem
hún gefur sig við annara. Hún fer þá að snúa Gróttu-
kvörn heimselskunnar. Smámsaman missir hún þá
álit sitt. Það kemur þá loks þar að, að talað verð-
ur um að nema þá stofnun úr gildi, sem er lífs-
skilyrði mannanna.
Og hún á þá ekki betra skilið, þvf hún hefur
þá gleymt að standa við hugsjón sina.
A þá kirkjan að láta sjer nokkuð mannlegt óvið-
komandi? Nei. En hún á ekki að álíta það ætlun-
arverk sitt að gefa sig við öllu mannlegu fyrir það.
Ef henni tekst að koma náðarboðskapnum og kær-
leika Jesú Krists inn i hjörtun, — ef henni tekst
að láta trúna verða hið berandi afl í lífi mannanna,
hefur hún hrundið þeim öfium út í mannlífið, sem
sjálfkrafa kenna mönnum að rækja köllun sína og