Aldamót - 01.01.1896, Page 71
71
elska hugsjónirnar, hvort heldur í þingsalnum eða
á torginu.
Með þvi að prjedika hreint og óbrjálað evan-
gelíum frá prjedikunarstólunum hefur kirkjan miklu
meiri og blessunarríkari áhrif á stjórn landanna en
með því að fylla þingsalina með prestum. Og ná-
kvæmlega hið sama á við um öll önnur veraldleg
störf.
Ætlunarverk kirkjunnar er göfugt — hið göfug-
asta af öllum ætlunarverkum. En það er um leið
hið örðugasta af öllum ætlunarverkum. Og þó hún
hugsi einungis um það eitt og gefi sig ekki við neinu
öðru, verður ætíð óendanlega mikið óunnið af því
ætlunarverki.
Lífsskilyrðið fyrir hana er að láta allt líf sitt
vera fórn á altari þeirrar hugsjónar, sem drottinn
hefur gefið henni. En að yfirgefa sitt eigið musteri
og láta sjer sæmra þykja að þjóna annarsstaðar, —
það er dauðinn.
Látum vesturíslenzku kirkjuna ávallt muna þetta
og iifa eptir þessari reglu. Og látum hana halda
henni fram með orðum og eptirdæmi eins lengi og
hún fær að vera til.
VII.
Hugsjónlrnar og presturinn.
1. Prestsstadan.
Til er staða, ólík öllum öðrum í mannfjelaginu,
óálitleg hið ytra, ógirnileg í augum flestra, — vondir
menn hafa ýmigust á henni, — benda fingrum að
þeim, sem í henni eru, — segja hróðugir: Sjáið
hræsnarann! Þjer þekkið hana. Það er prestsstaðan.