Aldamót - 01.01.1896, Síða 72
72
Og þó er hún í raun og veru hverri annarri
stöðu göfugri. Um fram aðra menn er presturinn i
þjónustu drottins, — hans erindsreki í sjerstökum
skilningi, — sjálfur kallaður til að kalla aðra — fá
þá til að hafna hjegómlegum og syndsamlegum hlut-
um og ganga sannleikanum á hönd.
Að bera mannkynsfrelsaranum vitni, — aðkenna
mönnum að þekkja sjálfa sig og muna, hve háleitt
ætlunarverk þeirra er, — að sýna þeim guðlegan
kærleika og fyrirgefning, — að reisa upp krossinn
Krists og kenna mönnum að krjúpa þar, — að friða,
hugga og gleðja mannssálirnar, — að kenna mönn-
um að biðja sinn himneska föður og sækja til hans
krapta og þrek til að lifa eins og hans börn, — að
útbýta þyrstura sálum náðarmeðulum drottins, —
að likna og græða og lina sársaukann eptir því sem
unnt er, — að miðla mannssálunum hinni æðstu
auðlegð, sem til er, og kenna þeim að ganga gegn
um neyðarkjör mannlegs lífs eins og sigri hrósandi, —
að lifa fyrir aðra, slíta kröptum sínum upp í kær-
leikans þjónustu öðrum til blessunar, — að kenna
mönnum, í einu orði, að elska hið æðsta og göfug-
asta, sem til er, og gefa sig því á vald — — það
er preststaðan.
Göfugasta staðan í mannfjelaginu. Guðs rödd
á meðal mannanna. Guðs orð innan um brjálaða
háreysti andvaralausra ot ða. Menn með eilíft líf og
krapta komandi aldar. Menn með eilífar hugsjón-
ir, — erindsrekar kærleikans, trúarinnar, vonarinn-
ar, með frið og huggun og fyrirgefning fyrir hverja
iðrandi mannssál. í sannleika dýrðleg staða!
Hún er svo háleit, að hún er manninum í raun
og veru öldungis ofvaxin. Hún hefur líka verið