Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 73
73
kölluð onus et angelicis humeris tremendum, — byrði,.
sem kæmi jaínvel englaherðum til að nötra. Víst er
um það, að enginn stendur í þeirri stöðu nema eins
og leiguliði, ef hann finnur eigi herðar sínar nötra
undir þeirri ábyrgð, er stöðunni fylgir.
Hugsjónin er há, — guðdómleg. Og þegar hver
einstaklingur, sem tekizt hefur þessa stöðu á hend-
ur, fer að bera frammistöðu sína sarnan við hug-
myndina um prestinn, getur ekki hjá því farið, a&
hrollur komi í herðar honum og angist í hjarta hans,
ef samvizkan er vakandi.
Þegar jeg hugsa um þetta efni, miklast jeg yfir
því annars vegar, hve dýrðlegt það er að vera um-
boðsmaður drottins, að helga honum líf sitt, verja
því mönnunum til frelsis og sáluhjálpar. Mjer kem-
ur það svo fyrir sjónir, sem maðurinn í þeirri stöðu
fái ef til vill orðið fleirum til blessunar en í nokk-
urri annarri stöðu, látið leiða meira gott af sjer,
starfað betur að því háleita ætlunarverki, að kenna
mannssálunum að þekkja skapara sinn og skilja ei-
lífa ákvörðun sina.
En hins vegar verð jeg gagntekinn af þeirri
ábyrgð, sem þessu fylgir, — yfir því, hve hörmu-
lega þetta er af hendi leyst af sjálfum mjer, —
hvílíka dýrðartign drottinn hefur gefið mjer, en hve
aumlega hún fer mjer. Hugsun Davíðs verður mjer
þá skiljanleg: Hveit get jeg farið frá þínum anda?
Hveit liúið frá þíuu augliti?
2. Prestaskólinn.
Það er áður tekið fram, að eitt af aðalhlutverk-
um skólanna sje það, að gefa æskumönnunum hug-