Aldamót - 01.01.1896, Blaðsíða 74
74
sjónir, kenna þeim að elska þær og standa við þær
í lífinu.
A prestaskólunum eiga nemendurnir að eignast
þá hugmynd um prestinn, sem gefin er í guðs orði.
Hugsjón prestsstöðunnar á þar að brennast inn í
sálir þeirra og hjá þeim á þar að vakna brennandi
löngun til þess, að standa í þeirri stöðu samkvæmt
drottins vilja.
Þess vegna er það lifsskilyrði fyrir kirkjuna, að
lögð sje hin mesta rækt við þá stofnun, sem elur
upp presta fyrir þjóðfjelagið. Til að hafa kennara-
stöðu á hendi við slíkar stofnanir ættu að veljast
einungis þeir menn, sem skara fram úr öðrum mönn-
um kirkjunnar, — kristilegir fyrirmyndarmenn í
guðrækni og sönnu siðgæði, — menn, sem kunnir
eru að brennandi áhuga á velferð kirkjunnar, —
einlægir trúmenn, sem hafnir eru yfir allan grun
um tviskipting hugarfarsins, — menn, sem ekki er
unnt að segja um, að standi með annan fótinn í
kirkjunni og hinn í heiminum. Því ef kennararnir
eru hálfir, hvernig geta þá nemendurnir orðið heilir?
Vjer erum allir meira og minna likir mönnunum,
sem mest áhrif höfðu á oss í æsku vorri.
Og svo er ekki minnst um það vert, hver andi
er ríkjandi meðal nemendanna sjálfra á prestaskól-
unum. Þeim verður að vera það ljóst, að þeir eru
að búa sig undir lífsins vandasömustu stöðu. Og eng-
um ætti að vera unnt að vera þar til lengdar, sem ekki
hagar lífi sínu svo sem þeirri stöðu sæmir, er hann
hefur valið sjer. Sá andi og sú alvara, sem þar
ríkir, ætti á skömmum tima að reka hvern þann,
er ósæmilega hegðar sjer, þaðan í útlegð. Sá hinn
sami á þar ekki heima.