Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 76
76
vera fyrirmynd. Pjetur postuli talar um prestinrií
sem f5rrirmynd hjarðarinnar (1. Pjet. 5, 3). Og post-
ulinn Páll gefur Tímóteusi það boð, að vera trúaðra.
fyrirmynd í lærdómi, hegðun, elsku, trú, skírlífi.
(1. Tím. 4, 12. sbr. Tít. 2, 7; Fil. 3, 17). Hann á
að vera kominn þeim mun lengra í kristindóminum
en aðrir, að meira samræmi sje milli trúar hans og
lífernis en hjá öðrum. Náðarboðskapurinn ætti að>
skína út úr orðum hans og athöfnum. Söfnuðurinn
á að finna til þess, að það er sarni maðurinn, sem
hann um gengst dagsdaglega og sá sem flytur guðs.
orð írá prjedikunarstólnum í kirkjunni. Hann má
ekki breytast um leið og hann fer í hempuna eða.
upp á prjedikunarstólinn.
Það var prestur einn á Englandi, mælskur og
miklum gáfum búinn, sem sagt er um, að söfnuður-
inn hafi óskað, að hann færi aldrei ofan úr prje-
dikunarstólnum, þegar hann var i honum, en þegar
hann hafi verið kominn ofan úr honum, hafi söfn-
uðurinn jafn-eindregið óskað, að hann færi aldrei
upp í hanti aptur. Hann hefur víst verið góður
ræðumaður, en ljeleg fjrrirmynd.
Þetta má auðvitað ekki koma fram á þann hátt,
að verið sje að leika fyrirmynd. Ekkert getur verið-
andstyggilegra en það. En það á að koma fram á.
þann hátt, að allt ljótt sje prestinum viðurstjrggð og
honum sje misboðið með því, að koma með slíkt
nærri honum, en hann dragi aptur hið góða að sjer
með ómótstæðilegu segulafli. Framferði hans ætti
að vera þannig, að söfnuðurinn fvrir daglega fram-
komu prestsins þekkti náðarboðskapinn betur, elsk-
aði hann meir, tryði honum innilegar, — sæi fyrir