Aldamót - 01.01.1896, Page 77
77
augum sjer, hvílikan krapt hann hefur til að endur-
fæða og helga manneðlið.
Hve megum vjer allir varpa oss á ásjónur vor-
ar í duptið, þegar vjer hugsum um það, sem vjer
■eigum að vera og berum það saman við það, sem
vjer erum!
Jeg er hræddur um, að hugmyndin um prestinn
sje komin nokkuð á ringulreið hjá oss íslendingum.
Að minnsta kosti fannst mjer það koma nokkuð
berlega í ljós fyrir einum 12—14 árum síðan. þegar
fyrst var farið að tala um drykkjuskapinn á íslandi.
Prestarnir voru dregnir fremur ómjúklega inn í þær
umræður, eins og við var að búast. En þá man jeg
eptir því, að þeir rituðu hver á fætur öðrum i blöðin
■og voru eins sárir og framast mátti verða út af þvi,
að talað skyldi vera meir og óvægilegar um drykkju-
skap meðal presta en annarra, — bentu á það sjer til
varnar, að la'knar og sýslumenn drykkju engu minna
«n prestarnir. Þeim fannst það sú dæmalaus óhæfa,
að heimtað skvldi meir af prestunum en öðrum em-
toættismönnum landsins. Þeir að minnsta kosti virt-
ust ekki hafa mikla hugmynd um það, að presturinn
ætti að vera fyrirmynd, og að sjálfsagt væri að
heimta það af honum frekar en nokkrum öðrum.
Það er aumt, þegar svo er komið. Enginn ætti
að heimta meira af prestinum 1 þessu tilliti, en hann
sjálfur. Vjer ættum allir að muna eptir hinni gömlu,
góðu setningu: Vita clericorum liber laicorum — lif-
erni prestanna er bók leikmannanna, — sú bókin,
sem þeir eru viljugastir til að lesa. Og oss ætti að
vera um það hugað, að þar stæði ekkert hinni háu
hugsjón lifs vors til hneisu.
Það var áður tekið fram, að skáld þjóðanna