Aldamót - 01.01.1896, Síða 78
78
væru þeir, sem vanalega hjeldu hugsjónum þeirra
mest og bezt á lopti í bókmenntumim.
Hjer vil jeg bæta þeirri staðhæfingu við: Það
eru prestar hinna kristnu þjóða, sem halda hinum
eilífu hugsjónum mannanna mest og bezt á lopti í
lífinu, þrátt fyrir allt ófullkomið. Það eru engir
menn í neinni stöðu lífsins, sem eins leitast við að
laga lif sitt eptir kærleikans eilífa lögmáli og þeir.
Það eru engir menn. sem kunna þá list betur, að
standa við hugsjónirnar í lífinu heldur en einmitt
þeir, þar sem kirkjan er með fullu lífi og fjöri.
En þar sem kirkjan liggur í rústum, þar eru
þeir hættir að vera fyrirmyndir, búnir að gleyma
hinni háleitu hugsjón stöðu sinnar, — og staðan ætíð
um leið komin í vanvirðu.
Meðan þeir standa við prógramm stöðu sinnar*
eru fáir menn eins elskaðir og virtir af góðum
mönnum og þeir. En um leið og þeir fara að sökkva
sjer niður í annað og vanrækja eigið ætlunarverk
sitt, hverfa hjörtu fólksins frá þeim og menn fara
að tala um að setja þá af og byggja brýr og þjóð-
vegi fyrir launin þeirra.
Eini vegurinn fyrir oss íslenzka presta til að
vinna aptur hjörtu þjóðar vorrar og borga henni þá
hina miklu skuld, sem vjer erum komnir í við hana,
er sá, að standa einlæglega við hugsjón kirkjunnar
bæði í kenning vorri og lífi voru. Hvort íslenzka
kirkjan er fríkirkja eða ríkiskirkja — á það legg
jeg fyrir mitt leyti litla áherzlu. En á þetta vildi
jeg leggja alla þá áherzlu, sem mjer er unnt, að
kirkja þjóðar vorrar, bæði i ríkiskirkju- og fríkirkju-
myndinni reyndi að standa eins vel við hugsjón,
kristindómsins og henni er unnt og að islenzka