Aldamót - 01.01.1896, Side 79
79
prestastjettin, bæði austan hafs og vestan, gengi þar
á undan með orði og eptirdæmi í fullkominni sjálfs-
afneitun.
Jeg fæ ekki betur sjeð, en það sje mjög mikill mis-
skilningur að ætla, að rikiskirkju-fyrirkomulagið sje
aðal-þröskuldurinn fyrir vexti og viðgangi andlegs
lífs meðal þjóðar vorrar. Lúterska kirkjan hrósar
sjer af því, að hafa blómgazt og orðið þjóðunum til
blessunar ekkert síður sem ríkiskirkja en sem frikirkja.
Og það hrós á hún með fyllsta rjetti. Jeg fæ eigi
betur sjeð en ríkiskirkjan í Noregi lej^si ætlunarverk
sitt hjer um bil eins vel af hendi og fríkirkja Norð-
manna. hjer í landinu. Og jeg hefi hugboð um, að
hið sama mætti segja um bæði Svía og I)ani. Og
þó stendur innflutt fólk hjer i landi miklu betur að
vigi með að mynda fríkirkju en það fólk, sem heima
situr í gömlu löndunum.
Jeg játa það fulikomlega að fríkirkjufyrirkomu-
lagið er í sjálfu sjer fullkomnara og hugmynd kirkj-
unnar samkvæmara. En það er ekki rjett að leggja
einhliða áherzlu á hið ytra fyrirkomulag. Það er
að eins fatið, búningurinn. Og fötin eru þó aldrei
allt, — ekki nema fremur lítilfjörlegt atriði, þar sem
um hið sanna gildi persÓnunnar er að ræða. Ef
innri maðurinn er lifandi og vakandi og í andanum
brennandi, gleymum vjer því og leggjum alls enga
áherzlu á það, þótt búningur hins ytra manns sje
eptir fornu sniði og fari ekki sem allra-bezt.
Það getur allt eins komið dauði í fríkirkjuna og
rikiskirkjuna. Fríkirkjumennirnir geta allt eins misst
sjónar á hugsjónum kirkjunnar og kristindómsins,—.
hætt að elska þær og hætt að standa við þær, —
ekkert siður en ríkiskirkjumennirnir. Það skapar