Aldamót - 01.01.1896, Page 80
80
■enginn prestur nýtt líf i söfnuði sínum einungis með
því að breyta hinu ytra formi guðsþjónustunnar.
Það skapast hvergi nýtt líf í kirkjunni með því að
eins að skipta um hið ytra fyrirkomulag, — breyta
ríkiskirkjunni í fríkirkju. Jeg fæ ekki betur sjeð
en það sje fölsk hugsjón.
Lífið og dauðinn í kirkjunni er langmest undir
prestastjettinni komið, — hvort hún er lifandi eða
dauð. Og prestinum er allt eins unnt að standa við
hugsjónir kirkjunnar og kristindómsins í ríkiskirkj-
unni eins og fríkirkjunni. Honum er ekkert síður
unnt að vera þar hin lifandi fyrirmynd í guðrækni
og góðum siðum.
Nei, það er hjartað, innri maðurinn, sem allt
er komið undir. Það er hann, sem þarf að breytast,
— fá nýtt líf og nýjan eld af himni. Prestastjettin
er og verður hjarta kirkjunnar. Lifandi prestastjett
myndar lifandi söfnuði; en dauð prestastjett dauða
söfnuði.
Eptir þessu verðum vjer íslenzku prestarnir að
muna. Vjer skulum ætíð kenna sjálfum oss um það,
sem aflaga fer í kirkju þjóðar vorrar. Og vjer
skulum ætið hafa þá trú, að vjer með drottins hjálp
getum ráðið bót á því, ef vjer gjörum allt, sem í
voru valdi stendur. Það er undir oss íslenzkum
prestum komið, hvort þjóð vor vaknar til nýs og
öflugs trúarlífs. Svo fraraarlega sem vjer í trú-
mennsku stöndum við hugsjón stöðu vorrar, verður
það. Ef vjer svíkjumst um það, deyjum vjer and-
lega. Og eí vjer deyjum, deyja líka þeir, sem oss
var trúað fyrir, — þjóð vor og hugsjónir hennar.