Aldamót - 01.01.1896, Side 84
84
dregur skýluna af hugsjónunum og kennir mönnum
að elska þær. En að vilja sjálfur standa í hverri
vandastöðu, aí því enginn annar sje til þess fær,—
það er að gjöra menn að ómyndugum mönnum.
Hershöfðinginn gjörir meira gagn og vinnur
stærra hlutverk með því að standa á þeim sjónar-
hól, er hann sjerafbæði yfir eigin her sinn og óvina-
herinn, og leiða bæði sókn og vörn hermanna sinna
með viturlegum fyrirskipunura, — heldur en ef hann
flækist sjálfur innan um fylkingarnar og reykjar-
mökkinn, og fer að vinna það verk, sem hver ó-
breyttur hermaður leysir eins vel af hendi og hann.
Með þvi að standa á hæðinni bak við herinn fær
hann meira til leiðar komið einn en þúsundir her-
manna. En með því að troðast inn í fylkingarnar,
vinnur hann að eins verk fyrir einn.
Einn af hinum helztu kostum fríkirkjunnar er
sá, hve afdráttarlaust hún kemur í veg fyrir það,
að prestarnir gefi sig við annarlegum málum. Þjer
vitið, hve sjaldgæft það er, að prestarnir sjeu kjörnir
til að hafa þenna eða hinn borgaralegan starfa á
hendi hjer í þessu mikla landi. Sú skoðun er hjer
algjörlega ofan á, að presturinn sje of góður til slíkra
hluta. Hann eigi að verja tíma sínum og kröptum
til þess, sem æðra og þýðingarmeira sje fyrir mann-
fjelagið í lieild sinni. Og þess vildi jeg biðja, að
aldrei yrði kirkjufjelag vort svo gamalt, að það ekki
að öllu leyti stæði við þessa kenning fríkirkjunnar.
En vjer ættum að gjöra meira. Vjer ættum að
kenna bræðrum vorum heima, hve heilsusamleg hún
er og hve nauðsynlegt það er, að vera með hugann
allan og óskiptan við verkið fagra og dýrðlega, sem
drottinn hefur trúað þjónum sínum fyrir. Það er