Aldamót - 01.01.1896, Side 85
85
ýmislegt, sem ríkiskirkjan getur kennt fríkirkjunni,
en hjer er eitt mjög þýðingarmikið atriði, sem frí-
kirkjunni hefur betur tekizt að færa inn í lif sitt
en ríkiskirkjunni, og mætti auðvitað benda á margt
fieira.
Guðsorð varar mjög eindregið við þessu andlega
flangri. Það kallar þetta að sletta sjer fram í ann-
arra málefni. Sá, sem gjörir það, mundi þá á voru
máli helzt heita slettireka*. Og er það fremur ófagur
titill.
Látum nú verða breyting á þessu. Látum hug-
sjón prestanna eindregið verða þá, að gegna eigin
stöðu sinni, án þess að sækjast eptir veraldlegum
metorðum. Látum engan geta sagt það með sanni,
að vjer viljum heldur vera eitthvað annað en það,
sem vjer erum og eigum að vera. Látum oss af
öllum mætti leitast við að eignast þann heiður, sem
öllum öðrum er meiri, að vera prestar eptir drottins
hjarta.
Látum oss leitast við að ávinna oss kærleika
þjóðar vorrar með því að vera heilir en ekki hálfir
menn, einlægir frá innstu rótum hjarta vors við þá
hugsjón, sem drottinn hefur geflð oss, en ekki fláir
í skapi gagnvart henni. Og iátum lif vort ailt vera
fórn á altari hennar en ekki fórn á altari annar-
legra guða.
5. Presturinn i prjedikunarstólnum.
Það er margt og mikið, sem til þess heyrir, að
vera góður prestur. En eitt hið allra helzta er og
verður þ;tð, að hann sje góður prjedikari.
*) VXXoTpio-sTCÍffxoTUOf 1. Pjet. 4, 15,