Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 89
89
Ræðurnar verða þá vitnisburður um trú prjedikarans,
um þann heim, sem hann lifir i og fyrir, og eink-
unnarorð vor allra verða þá þessi: Jeg trúi, þess
vegna tala jeg!
En hvað á að prjedika? Siðalærdóm, segja
sumir. Inn á hann fást allir til að ganga. Allir
kannast við siðalærdóm kristindómsins, — eða ef
það eru ekki allir, þá lang-flestir.
Látum oss, islenzku prestana, svara með þvi
að prjedika lögmál og evangelium, synd og náð,,
iðrun og apturhvarf og fyrirgefning í Jesú Kristi.
I þeirri prjedikun felst allur siðalærdómurinn, hún
nær út yfir hann allan og miklu lengra, — hún
gefur það, sem enginn siðalærdómur getur gefið — :
krapt eilífs lifs, kraptinn fyrir þann, semtýndur er,
að hverfa í guðs miskunnarfaðm.
Hvað á að prjedika? Framfaraspursmál vorra
tíma, segja aðrir, — ágreiningsmálin, sem mann-
kynið er að velta fyrir sjer, um þau á að tala frá
prjedikunarstólnum frá kristilegu sjónarmiði.
Látum oss einnig svara þeirri kröfu með þvi
að prjedika Jesúm Krist og hann krossfestan. Ilann
er hið mikla fVamfaraspursmál og ágreiningsefni
meðal mannanna. Látuin oss prjedika hann blátt
áf'ram og fordildarlaust, án ailrar speki, en þannig,
að tilheyrendurnir verði varir við, að vjer þekkjum
efann og freisiingainar og baráttuna í sálum þeirra,
— þekkjum neyðina í öllum hennar myndum og
höfum huggunarboð að bera frá mannkynsfrelsaran-
um til hinna sorgbituu og syndugu.
Evangelium drottins vors Jesú Krists er hið
æðsta og háleitasta umtalsefni, sem til er. Skyldum
vjer þá nota þessa stuttu stund á hverjum helgum degi