Aldamót - 01.01.1896, Síða 90
90
til að tala um eitthvað annað, sem í samanburði við
það er hjegómi?
Nei, bræður, látum oss alárei á þann hátt svíkja
hina háu hugsjón köllunar vorrar!
VIII.
Niðurlagsorð.
Eins og yður er kunnugt, hefur allt korn á ís-
landi fram að þessum síðasta tíma verið snúið sund-
ur í handkvörn. Þjer munið víst eptir þvi, margir
af yður, þegar þjer stóðuð við kvörnina á unglings-
árunum og voruð að mala frammi i einhverju hálf-
dimmu eldhúshorninu. Það kemur hryllingur í mig,
þegar jeg hugsa til þess, svo óskaplega þótti mjer
það leiðinlegt, og var jeg þó ekki opt látinn mala.
En hafið þjer nokkurn tíma ura það hugsað, að
það eru margir menn um allan heim, sem standa
allt sitt líf frammi í köldu, hálfdimmu eldhúshorni
og mala. Frá morgni til kvölds standa þeir þarna
við kvörnina og mala.
Það eru mennirnir, sem alls enga hugsjón hafa, —
ekkert æðra hafa til að lifa fyrir, — engan guð til
að elska, — ekkert eilíft líf til að búa sig undir,—
menn, sem vinna allt lífsverk sitt eins og dauðar
vjelar, þangað til þeir eru búnir að slíta sjer út og
hníga saman.
Stundum finnst mjer líf þjóðar vorrar vera lík-
ast þvi, að hún stæði frammi i eldhúshorni og væri
að mala. Og stundum finnst mjer allir standa mal-
andi kring um mig og jeg vera sjálfur farinn að
mala. Jeg verð þá svo hræddur og angurvær. Jeg
er ekki eins hræddur við neitt eins og þessa kvörn
í eldhúshorninu.