Aldamót - 01.01.1896, Síða 91
91
Þess vegna hjelt jeg nú þennan fyrirlestur, —
fyrst og fremst fyrir sjálfum mjer, en þar næst líka
fyrir yður.
Jeg vona að ekki verði tekið tillit til þess, að
það er aumasti þjónninn, sem hefur taiað, heldurtil
þess, að hann hefur talað knúður af kærleika til
þess þjóðlífs, sem hann sjálfur heyrir til, og til þeirr-
ar stöðu, sem drottni hefur þóknazt að setja hann í.
Mig hefur langað til að sýna, hvað af oss er
Þeimtað, — kröfuna himnesku og háleitu, sem lá-
varður kirkjunnar hefur gegn oss öllum, íslenzkum
prestum, nú á yfirstandandi tíð.
Þeir, sem sízt af öllum mættu standa við kvörn-
ina, eru prestarnir. Þeirra hlutverk er að rífa
mannssálirnar frá kvörninni, — rifa sál þjóðar vorr-
ar frá kvörninni — og leiða hana fram fyrir skap-
ara sinn.
Látum oss þá hafa það hugfast. Látum islenzku
prestastjettina, austan hafs og vestan, skilja það,
að hún á að vera verkfæri í drottins hendi til að
gefa þjóð vorri trúarinnar og kristindómsins frels-
andi hugsjónir. Það er ekkert minna en þetta, sem
henni er trúað fyrir. Ef hún gjörir það ekki, gjöra
engir það af mönnunum til.
Það á að vera líkneskja ein, ljómandi fögur, í
listasafninu i París. Höfundur hennar var gamall
maður, blásnauður, eins og listamennirnir opt eru.
Hann hafði unnið og sveitzt blóðinu, þangað til honum
Lafði tekizt að móta hugmyndina, sem haun hafði í
hjarta sínu, i leirinn. Og þarna stóð nú myndin
loksins, eins fullkomin og honurn var unnt að gjöra
iiana. Og glaður gekk gamli maðurinn til hvíldar.
Hn um nóttina kom frost og nepjan lagðist yfir