Aldamót - 01.01.1896, Page 93
Hvers vegna
eru svo margir vantrúaðir?
Fyrirlestur
eptir N. Steingrím Tliorláksson.
Af hverju kemr það, að svo margir eru van-
trúaðir? Vitanlega mætti líka spjmja: Af hverju
kemr vantrúin ? Það er styttri spurning, að því
leyti betri en sú, sem jeg hefi valið. En orsökin til
þess, að jeg hefi ekki valið hina styttri spurningu,
er sú, að jeg var hræddr um, að hún myndi freista
mín til þess að gefa svarinu það snið, er síðr myndi
eiga við, gerði svarið miðr »praktiskt«, ekki nógu
handsamanlegt. Mjer hefir einmitt verið borið það
á brýn, að jeg ritaði of óhandsamanlega, að það
væri ekki nógu ljett að ná í það, sem jeg segði. Það
væri þess vegna ekki »fyrir fólkið«. Menn skildu
mig ekki, en misskildu mig. En þá liggr nærri að
segja, að betr væri þagað, nema jeg taki mjer fram.
Mjer finnst jeg hafi eitthvað að segja, sem þurfi
að segjast. Sjálfsagt hlýtr mjer þá að vera annt
um að segja það svo, að jeg verði skilinn. Og ekki
langar mig sízt til þess, að »fólkið« skilji mig. En