Aldamót - 01.01.1896, Page 95
95
Vantrúin er ekki að eins mannlífsmein, ekki
að eins mein einstaklings-lífsins, heldr er hún orðin
að þjóðlifsmeini hjá oss. Vitanlega líta ekki allirþess-
um augum á vantrúna. Vantrúarmennirnir t. d. álíta
hana allt annað en mein. Hún er raiklu fremr í
augum þeirra andlegt heilbrigðisástand. En hvernig
svo sem á hana er litið, er nauðsynlegt að skilja
hana. Trúaðir menn sjá það glöggvast, hve nauðsyn-
legt það er, ekki að eins vantrúaðra manna vegna,
og þjóðlífsins vegna, heldr einnig sjálfra þeirra vegna.
Enginn er svo sterkr á svellinu, að honum sje ekki
hætt við að detta.
Jeg þykist vita, að flestir muni hafa hugsað
eithvað um spurninguna: hvers vegna eru svo
margir vantrúaðir? En jeg þykist líka vita, að
svörin mundu ekki verða eins hjá öllum. Og mis-
jafnt mun mönnum þykja að svara spurningunni.
Sumum mun finnast svarið óbrotið og einfalt;
því ástæðurnar liggi svo beint við og sjeu svo ljós-
ar. Vantrúin sje hið eðlilega. Hún sje merki and-
legrar heilbrigði. Þeir, sem lengst sjeu komnir áleið-
is í vantrúaráttina, sjeu allra heilbrigðustu menn-
irnir. Já, þessum augum líta óneitanlega sumir á
málið. Mjer kemr nú ekki til bugar að neita því,
að vantrúin sje eðlileg. Mun jeg líka leitast við að
sýna fram á, að hún sje það. En jeg vil þegar
geta þess, að jeg álít hana eðlilega í sama skilningi
og segja má t. d. um kolbrand í sári, að hann sje
eðlilegr.
Aptr mun öðrum flnnast svarið liggja ekki svo
beint við. Eðlileg þykir þeim vantrúin alls ekki.
Enda geta þeir alls ekki skilið neitt í því, að nokkr-
um skynsömum manni skuli vera unnt að vitfirrast