Aldamót - 01.01.1896, Page 97
97
Það er sagt, að sumstaðar, þar sem vínsölubann
sje, leiki sumir það, að stofna »leigubiblíótek«. Þar
standa á hillunum ágætisbækr í logagyltu bandi
og nöfn bókanna með stórum stöfum á kjölnum.
Jafnvel biblían sjest meðal bókanna á »leigubiblíó-
tekinu«. Eigendrnir hugsa sem sje: skeð getr, að
sumir af skiptavinum mínum vilji vera í logagyltri
trúarkápu og þá kæmi þeim vel að hafa biblíuna.—
En, hvað eru svo »bækrnar« ? — Kápur utan um
brennivínsflöskur.
Líkt er á komið með svona löguðum »leigu-
biblíóteks-bókum« og sumum mönnum, er trúaðir
vilja heita. Trúin er kápa, ekkert nema kápa, mis-
jafnlega »fín« eða »stylish«, eptir því sem á stendr
inni fyrir hjá þeim, sem í kápunni er. En svo, þeg-
ar kápan opnast og »innihaldið« kemr í ljós, hvað
er það þá? Vantrú, ekkert nema vantrú.
Þegar um trúaða menn er að ræða, er ljóst, að
ekki verðr átt við menn, sem trúna hafa að eins
fyrir merkisskjöld eða sem kápu utan um vantrú
sína. Trúin er ekki á manninum, heldr er hún í
honuro. Mjer dettr ekki í hug að segja, að trúin
komi ekki mannsins ytra lífi við. Undr fjarri því.
Ef nokkur segðist eiga trúna i hjarta sínu, en hún
kæmi hans ytra lífi ekkert við, sýndi hann berlega
með þvl, að trúin væri að eins á vörunum á honum,
eins fyrir það, þótt hann segðist eiga hana í hjart-
anu. Trúin er líf, nýtt líf, guðs líf í hjarta trúaðs
manns. En hlýtr ekki lífið að gera vart við sig?
Er ekki talað um lífsmörk? Hljóta ekki lífsmörkin
að sjást, á einhvern hátt að koma í ljós? Þess
vegna, þegar sagt er að trúin sje líf í hjartanu, er
Aldamót VI.
7