Aldamót - 01.01.1896, Side 99
99
er ekki í samfjelagi við hann, heldr hefir hafnað
honum, slegið hendinni við gjöfinni stóru,'!'sem";góðr
Guð hefir rjett að honum, gerzt drottni andvigrjog
þrjózkazt við náðarköllun hans. Vantrúaðr maðr er
guðlaus maðr, ekki af því, að hann endilega þurfi
að vera »óguðlegr« maðr eða »slæmr« maðr, eins
og þau orð almennt eru skilin, heldr vegna þess hann
lifir ekki líf sitt í Guði, enda er honum það ekki
unnt, meðan hann vantar hið nauðsynlega skilyrði
fyrir því að geta það: hina lifandi trú á Jesúm Krist.
Vantrúaðr maðr lifir eðlilega lífi vantrúarinnar. Það
er nú hans líf. Hann getr ekki annað. Eða með
öðrum orðum: hann hlýtr að vera t.auðr, guðlaus,
af því hann er kristlaus, þótt hann að mörgu leyti
sje hinn heiðarlegasti maðr. Þetta eru forlög hans
og hljóta að vera forlög hans, meðan lífsskilyrði hans
ekki breytast. Hann kemst ekki hjá þeim forlögum
að vera dauðr eða vera guðlaus, að lifa og deyja
guðlaus og í eilifðinni að vera guðlaus, nema lífs-
skilyrði hans hjer breytist og verði þannig, að þau
skapi honum eins eðlilega ’ forlög eilífs lifs. Breytt
lífsskilyrði breyta forlögum j mannsins. Ef maðrinn
vill, að forlögin hans breytist, verða lífsskilyrðin hans
að breytast.
Eins og menn mun reka minni til, sýndi síra
Jón Bjarnason áþreifanlega fram á þetta í fyrirlestr-
inum sínum þeim í fyrra »um forlög«.
Jeg ætla að minna á bók eina, sem út kom
fyrir ekki löngu síðan, bók, sem flestum mun vera
orðin kunnug að einhverju leyti. Hún er ávöxtr,
sem vaxið hefir á nútiðar-kirkjutrjenu íslenzka. Það
eru prjedikanirnar eptir hann síra Pál heitinn Sig-
urðsson. Að vísu finnst sumum það dæmafá ósvinna,
i*