Aldamót - 01.01.1896, Side 100
100
að nokkur skuli vera svo djarfr að kalla bókina van-
trúapostillu, sjerstaklega vegna þess, að hún á að
lýsa svo sterkri trú hjá hötundinum á sigr hins góða
og vegna þess hka, að höfundrinn talar svo satt og
vel um marga hluti. Mjer kemr nú ekki til hugar
að neita þvi, að mikið sje hægt að græða á því að
lesa bókina. En það segir engan skapaðan hlut
um kristlegt trúargildi bókarinnar; því vitanlega eru
til margar bækr góðar eptir hreina og beina heiðingja,
kápulausa heiðingja, bækr, sem mikil uppbygging
er að að lesa. En i þessari bók talar maðr, prest-
skrýddr úr kristnum prjedikunarstól, maðr, sem
vígzt hefir og skrýðzt, til þess að flytja mönnum
fagnaðarerindi kristindómsins, til þess að vitna um
Jesúm Krist, hinn krossfesta og upprisna endrlausn-
ara mannanna: að maðrinn öðlist fyrir hann fyrir-
gefning synda sinna, eilíft líf og eilífa sælu, og enn
fremr að hann, lifandi í hjarta trúaðs manns, sje hið
bezta og sterkasta menningar- og framfara-afl, afþví
að hann einn megnar í sannleika að manna mann-
inn, að koma honum til þess að lifa því lífi, sem
manninum samir að lifa. En er vitnað um Jesúm
Krist í bókinni? Er vitnað um hann sem guðdóm-
lega og dýrðlega mannkynsfrelsarann? Nei! I þeim
skilningi er þagað um Jesúm Krist. Hún er aug-
sýnilega Kristlaus, bókin, þess vegna vantrúar-
postilla.
Mun nokkur vinr Islands láta sjer detta í hug
að gefa meðmæli sín þeim fulltrúa Islands, sem
sviki landið í tryggðum, gæfi ekki að eins samþykki
sitt til þess, heldr ynni sjálfr að því, að íslands
lögheimilaðr rjettr yrði borinn fyrir borð og sann-
gjarnar kröfur þess virtar að vettugi? Jeg held