Aldamót - 01.01.1896, Page 101
101
ekki. Miklu frerar er jeg viss um, að ekki að eins
landráðamaðrinn sjálfr, heldr einnig hver sá, er
mælti honum bót, yrði í augum allra sannra Islands
vina stimplaðr sem Islands óvinr. En fulltrúar Jesú
Krists, erindsrekarnir hans, vígðir til þjónustu hans,
mennirnir, sem eiga að boða orðið um hann og
gera vegsamlegt hans dýrðlega nafn á meðal mann-
anna, snúist þeir i nafni kirkjunnar öndverðir gegn
lávarði hennar og beri fyrir borð rjett hans gagn-
vart mönnunum, —þeim á ekki að eins að leyfast
það, heldr á það að álítast lofsvert af þeim. Það á
einmitt að vera þeim meðmælingarbrjef. Og ef nokkur
mælir með þeim, er sjálfsagt að kalla hann að minnsta
kosti frjálslyndan mann. Og vilji hann heita Krists
vinr, þá á ekkert að vera því til fyrirstöðu. En
hinir, sem afhjúpa hjúpuðu mennina, klæða þá úr
hempunni, þeir heita — landráðamenn. Svona rugl-
aðir geta menn orðið.
Hvers vegna eru þá svo margir vantrúaðir? Meðal
annars þess vegna, að í íslenzku kirkjunni hafa ver-
ið undanfarandi og eru enn erindsrekar Krists, sem
hneykslunum hafa valdið bæði frá prjedikunarstól
og utan kirkju. Er nokkur von til þess, að krist-
lausar prjedikanir skapi kristna trú i hjörtunum?
Það mætti eins vel eiga von á, að draga mætti vatn
úr þurrum brunni. Kristlausar prjedikanir leiða eðli-
lega burt frá Jesú Kristi og þá burt frá Guði. Með
öðrum orðum: þær gera menn vantrúaða, þótt þær
að öðru leyti geti gert menn trúaða á margt og
mikið. A þennan hátt hneyksla þær, leiða þær manns-
sálirnar afvega, burt frá Kristi.
Hin umgetna bók er, mjer liggr við að segja,
áþreifauleg sönnun fyrir þvi, að jeg tala ekki út í