Aldamót - 01.01.1896, Side 102
102
bláinn. Og svo þegar þar við bætast meðmælin,
sem hún hefir fengið hjá ýmsum prestum kirkjunn-
ar á Islandi. Já, nú nýlega sjest í einu númeri
blaðsins »Verði ljós*1, að sóknarprestinum á Siglu-
firði og fleiri prestum þar nyrðra gremst það, að
bókin skuli hafa ,orðið fyrir mótmælum. Augsýni-
lega hafa þeir fagnað henni. Hvers vegna? Hvern-
ig stendr á því, að liíterskir prestar skuli fagna prje-
dikunum, sem prjedika Jesúm Krist út úr hjörtun-
um? Mjer er það með öllu óskiljanlegt, ef það er
ekki vegna þess, að þeir í prjedikunum síra Páls
heitins flnni vantrú sinni stuðning og sjeu sjálflr,
þessir þjónar Krists, að prjedika söfnuði hans út úr
þegnhlýðni við herra sinn.
Jeg held þá, að það sje ekki svartsýnileg skoð-
un, þótt jeg sje hræddr um, að þeir því miðr sjeu
ekki svo fáir, íslenzku prestarnir, sem prjedika Jes-
úm Krist út úr hjörtunum, í stað þess að prjedika
hann inn i þau; því þegar um það er að ræða,
annaðhvort að prjedika Jesúm Krist út úr hjörtun-
um eða inn í þau, þá koma ekki að eins stólprje-
dikanirnar til greina. Að vísu álíta ekki svo fáir
þann prest góðan prest, sem snjall er í stólnum,
»tekst vel« þar, þótt utaukirkju-prjedikun hans sje
öll á móti stólprjedikuninni og drepi hvert trúarfræ-
kornið, sem hann með henni hefir sáð í hjörtu safn-
aðarins. En til skamms tíma að minnsta kosti hafa
þeir prestar verið þjónandi í islenzku kirkjunni, sem
með utankirkju-prjedikun sinni hafa gert marga van-
trúaða. Má vel vera, að stólprjedikan þeirra hafi
verið lútersk, orþodox, að þeir hafi kennt rjett eptir
1) Sjá 5. blað, bls. 79.