Aldamót - 01.01.1896, Síða 103
103
bókstafnum. En hvað gagnar það þó, þegar utan-
kirkjuprjedikunin er þvert á móti, er ólútersk, ókristi-
leg, hnejrkslanleg ? Eða hvað gagnar að byggja,
þegar önnur höndiu rífr niðr það, sem hin byggir
upp? Hvað gagnar að sá, þegar undir eins er riflð
upp aptr það, sem sáð var. En það gera prestar
þeir, sem með utankirkju-prjedikun sinni, með líf-
erninu sínu, segja mönnum hreint og beint, að þeir
trúi ekkj sjálflr orðinu, sem þeir flytja af stólnum,
en verði að prjedika eins og þeir gera að eins brauðs-
ins vegna.
Það er sagt, að börnin taki eptir því, þegar
áminningar foreldranna eru algjörlega gagnstæðar
breytni foreldranna sjálfra, þegar t. d. foreldrin
banna börnunum að tala ljótt, en við hafa svo sjálf
ljótan munnsöfnuð. Hvort munu þá hinir fullorðnu
vera eptirtektalausari en börnin og ekki sjá það,
þegar prestrinn með breytni sinni í líflnu kemr al-
gerlega í mótsögn við sjálfan sig á stólnum, finna
ekki til hinnar skerandi ósamhljóðunar milli kenn-
ingar prestsins og lífernis hans? Eins og t. d. ef
prestrinn minnir á orðið: />drekkið yðr ekki drukkna
af víni, heldr fyllizt andagipt«, eða þetta: »fram-
gangið ekki eptir holdinu, heldr eptir andanum«,
eða þetta: »verið heilagir i öllu yðar dagfari«, en
svo í vikunni á eptir lifir algjörlega í holdsins þjón-
ustu. Mun ekki verða tekið eptir slíku?
Vitanlega hlýtr annað eins að hafa sín eptir-
köst. Menn draga þá ályktun, að prestrinn meini
ekkert með því, sem hann segir, hann trúi ekki á
það sjálfr, hann verði að tala svona, af því hann nú
einu sinni sitji í »brauðinu«. Önnur alvara en
»brauðs«-alvaran sje ekki í prjedikuninni. Og svo