Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 105
105
Jeg er ekki einn um að setja vantrúarástandið
í samband við prestana. Frelsarinn gerir það. Það
er sagt um frelsarann, að hann hafi komizt við,
þegar hann sá mannfjöldann, sem til hans streymdi
einu sinni; því hann var eins og hjörð án hirðis.
Eða gefr ekki að skilja, að ástand hjarðarinnar fer
eptir því, hvernig hirðarnir eru, sem um hana eiga
að sjá? Eru ekki allir saromála um það, að illa
hirt hjörð sýni, að hirðirinn hennar hafi ekki verið
góðr ? Ef við sjáum Ijót börn, óhlýðin og illa siðuð,
segjum við þá ekki, að þau hafi verið vanhirt af
foreldrunum? Er rangt að draga þá ályktun? Að
vísu heyrast foreldrar opt fárast yfir því, hve óhiýðin
hörnin sjeu og æskulýðrinn ijettúðugr nú á dögum.
Já, þeir segja, að það sje alveg grátlegt að vita til
þess. Það hafi þó verið öðru vísi í þeirra ungdæmi.
Allt að einu eins og börnin í sjálfu sjer sjeu verri
nú en áðr. Nei, börnin eru ekki verri. Það eru
foreldrarnir, sem eru verri. Væru foreldrarnir betri
foreldrar, þá væru börnin betri börn.
Ef nú ástand íslenzku kirkjunnar er slæmt, ef
vantrúin, fráhvarf hjartnanna frá hinum lifanda guði,
er eitt hinna skíru einkenna andlegu hjarðarinnar
fslenzkn, er þá rangt að segja: Það sýnir, að hirð-
ingin hefir verið sla-m? En et' hirðingin hefir verið
slærn, er það þá ekki vegna þess, að hirðarnir hafa
verið ótrúir hiiðar? Ekki fæ jeg sjeð betr. Hjörðin
sýnir hirðinn. Því verðr ekki neitað. Eins og hirð-
arnir eru, eins verðr hjörðin. Þegar ísrael átti
góða hirða, leið honum vel; en illa leið þjóðinni,
þegar hirðarnir voru slæmir, hugsuðu að eins um að
lifa á hjörðinni, voru eins og hundar, sem ekki kunnu
að gelta, þ. e. þögðu, þegar hætta var á ferðum, en sögðu,