Aldamót - 01.01.1896, Síða 106
106
ekki frá. Opt hefir mjer fundizt þetta spámannlega
orð, sem svo illa lætr í eyrum, mætti heimfæra upp
á margan hirðinn hjá oss íslendingum. Þagað er,
þótt hætturnar vofi yfir mannssálunum, þótt gljúfrin
sjeu rjett fram undan í þokunni, hamrarnir svartir,
sem mennirnir geti steypzt fram af óðar en varir;
eða, ef nokkuð er sagt, þá er það þetta: »ekkert
er að óttast, börnin góð. Friðr! Friðr! Guð er svo
góðr og svo meinlaus«. En jeg veit líka, að þetta
orð eiga allir hirðar að taka heim til sín sjer til
sjálfs-prófunar, auðmýktar og uppvakningar.
Eins og foreldrar, sem vanhirða börnin sín,
gleyma að kenna sjálfum sjer um, þegar þeim gremst
það, hve óhlýðin börnin eru og illa örtuð, eins er
jeg hræddr um, að andlegu hirðarnir íslenzku gleymi
að kenna sjálfum sjer um vantrúar-ást^ndið í íslenzku
kirkjunni; en ekki svo fáir telja sjer trú um, að það
sje tíðarandinn og Ijettúðin yfirleitt og vantrúar-
straumarnir utan að, sera einum sje um vantrúna
islenzku að kenna, eða að vantrúin heyri eiginlega
með tímanum. Sjálfsagt heyrist nú svipuð umkvörtun
alstaðar, hvar sem um vantrú er verið að ræða;
svo hún er ekki að eins íslenzk. Eu hún er líka
íslenzk.
Einn vantrúar-prestrinn á Islandi, sem vitanlega
hefir sáð til vantrúarinnar þar trúlega og hlúð að
henni, veit svo lítið um verkið sitt, sem hann undan-
farandi hefir verið að vinna, að hann í brjefi til eins
vinar síns hjer fyrir vestan iýsir furðu sinni og
hryggð yfir þvi, hve dæmalaust vantrúin sje farin
að magnast.
Fyrir nokkrum árum síðan hóf einn íslenzkr
prestr siðbót í íslenzku kirkjunni. Sjálfsagt sá hann,