Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 107
107
að margt var að. En það virtist eins og honum
íyndist aðal orsökin meinanna lægi í hempuburði
presta og ýmsum serimóníum í kirkjunni. Svo var
það prófastr einn, sem ætlaði sjer að komaákirkju-
legum umbótum og kirkjulegri lífshreyfing á stað í
prófastsdæmi sínu; því hann fann til þess, að eitt-
hvað þurfti að gera. Og svo skrifar hann nokkurs
konar hirðisbrjef til prestanna í prófastsdæminu, og
gengr meginið af brjefinu út á, að áminna prestana
um, að láta ekki sóknarbörnin sin koma með hunda
til kirkjunnar. Aumingja-hundarnir voru víst orsök
til trúardoðans í söfnuðunum. — Þá var það ekki
alls fyrir löngu, að prestr einn vor á meðal talaði
mikið um eitt, sem nauðsynlega þyrfti að lagast,
«ins og öll andleg lífsvon íslenzku kirkjunnar væri
undir því einu komin. Allir íslenzku prestarnir áttu
að fara að prjedika blaðalaust. Ef þeir að eins
vendu sig á það, myndi um leið nýtt líf streyma
inn í kirkjuna. Mikill dæmalaus barnaskapr! Eins
-og hið ytra sje í nokkrum hlut aðal-atriðið.
Nei, það er annað, sem að er. Það er annað,
sem er orsök vantrúarmeinsins hjá oss, þess, að svo
margra hjörtu hafa fráhverfzt Guði. Andlegi lúðr-
inn í íslenzlcu kirkjunni gefr svo óskirt hljóð frá sjer
hjá þeim, sem blása eiga i hann. Sionsverðir kalla
ekki svo, að Síons innbyggjendur skilji, að það er
röddin drottins, sem talar til þeirra. Hvorki lögmál
nje evangelium fær að njóta sín. Ur hvorutveggja
er dregið. Dregið er úr hinni háu kröfu hins hei-
laga lögmáls Guðs til mannsins, úr hinum stranga
-dómi heilags og vandláts Guðs yfir allri synd. Synd
má ekki kalla synd. Mennirnir rnega ekki rumsk-
ast. Það má ekki tala þannig, að nokkrum mislíki,