Aldamót - 01.01.1896, Síða 108
108
heldr verðr að hafa alla góða. Það verðr að prje-
dika kærleikann eða »hugga fólkið«, eins og komizt
er að orði. En ef maðrinn lærir ekki að þekkja
hinn háa, heilaga og vandláta Guð með því, að
standa augliti til auglitis við hann í samvizku sinni,
þá lærir hann heldr ekki að þekkja Guð í kærleiks-
dýrð hans. Þegar úr lögmálinu er dregið og það
gert kraptlaust, verðr evangelíið væmið.
»Sælir eru andlega volaðir; sælir eru sorgbitnir;:
sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eptir rjett-
læti«, segir frelsarinn. En verðr nokkur var við
hina andlegu fátækt sina eða sorgbitinn vegna syndar
sinnar og sektar, verðr löngunin eptir rjettlæti, sem
hann finnr sig skorta, svo áköf, að líkja megi við
þorsta og hungr, ef lögmálið hefir ekki látið hann
finna til fátæktar hans, syndar og sektar og alls
ranglætis? Evangeh'ið getr ekki gert annan ríkan
en þann, sem án þess er fátækr og algerlega ráð-
þrota. Það huggar ekki annan en þann, sem í sann-
leika er sorgbitinn. Eða til hvers er að tala hugg-
unarorð til þess manns, sem ekki er þörf á neinni
huggun? Evangelíið veitir heldr ekki rjettlæti nein-
um manni, sem ekki finnr að honum er þörf á því,
eða: það seðr engan á rjettlæti, sem sjálfr er saddr
á eigin rjettlæti sínu. Þannig dregr sá úr áhrifum
fagnaðarboðskapsins, sem dregr úr lögmálinu.
Jeg hefi það fyrir satt, að úr hvorutveggju sje
dregið, að hvorugt nái rjetti sínum í prjedikuninni
íslenzku. Trúin á guðsorð er biluð og prjedikun
guðsorðs er biluð. Þess vegna er kristindómr svo
margra bilaðr, svo daufr og dapr, svo saltlítill og
sóllítill. Og þess vegna eru svo margir vantrúaðir*
Eða mun ekki bilaðr kristindómr, ávöxtr bilaðs