Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 109
109
kristindóms-vitnisburðar eðlilega leiða það af sjer,
að menn verða veikari fyrir og losna fljótar trúar-
lega, þegar þeir verða fyrir vantrúar-áhrifum utan
að? Þegar einhver sýki er komin i líkama manns-
ins, verðr hann veikari fyrir og leiðir það opt til
annarra sjúkdóma. Svo er og með hinar andlegu
sóttir. Þær eru ekki einstakar út af fyrir sig, en
hafa sínar fylgjur. Steinn, sem losnar í fjallsbrún,
verðr opt að stórskriðu, þegar niðr eptir dregr.
Þannig geta þjóðir lagzt trúarlega í auðn, þegar þeir,
sem skipa eiga andlega hásætið, varðmennirnir and-
legu, verða valtir í sæti sínu, og stykki úr sannleik-
anum, sem skylda þeirra er að varðveita óskertan,
losna og hrynja.
Hvers vegna eru svo margir vantrúaðir?
Jeg vil enn fremr minna á barnauppeldið og
kristindómskennsluna. Eða mun vera úr vegi að
minna á hvorttveggja i sambandi við málið, sem
íyrir liggr?
»Lofaðu mjer að hafa barnið 7 fyrstu árin, og
svo má hver hafa það síðan, sem vill«, er haft eptir
einum stórmerkum presti kaþólskum. Það er tölu-
vert djúpt tekið í árinni. En mikill sannleikr er
fólginn í því engu að síðr. Það heflr stórmikla þýð-
ingu fyrir trúarlíf hins fullorðna, hvernig hann er
uppalinn sem barn, hverju sáð er í barnssálina,
jarðveginn andlega, þegar hann er sem allra gljúp-
astr, og hvernig er að því farið. Hvernig er hægt
að búast við trúarlífi, trúargróðri, ef engu trúarsæði
er sáð, þegar sem allra bezt er að sá því, eða ef
um leið er stórsáð til þyrna og þisíla?
Hún hefir verið lítil, andlega ræktin, sem lögð
hefir verið við börnin hjá oss, Mikið til handahófs-