Aldamót - 01.01.1896, Qupperneq 113
113
hefir það gengið til fyrir þeim. Trúin hefir verið
fjarri líferni þeirra, hefir enga sjáanlega þýðingu
haft fyrir þá. Þvi þá að vera að hirða um hana?
Nei, þá er það sannarlega rjettara, að verða »hugs-
andi maðr«, verða »frjálshugsandi« — með samvizk-
una sofandi — og lifa í trúleysi; eða þeir segja, svo
að það skiljist betr: »jeg vil verða hugsandi maðr
og hætta algerlega að borða!«, í andlegum skilningi
auðvitað. »Hræsnarar« vilja þeir ekki vera lengr,
ekki lengr látast trúa, þegar þeir þó í rauninni ekki
trúa neinu. Þeir dæma svo aðra, sem ekki vilja
fylgja þeim eptir af sjálfum sjer, og kalla þá
hræsnara.
Á þennan hátt verðr margr maðrinn opinber
vantrúarmaðr. Kristindómrinn hefir verið fyrir utan
líferni hans, og lífernið, að því er hann veit, ekki
staðið i neinu sambandi við kristindóminn. Öll
þekking hans á kristindóminum hefir verið fólgin í
setningum, sem setið hafa í höfðinu. Kristindómrinn
hefir ekki hjálpað honum neina vitund til þess að
lifa. í stað þess hefir hann miklu fremr verið
þýðingarlaus kjalfesta að eins til þyngsla eða auka-
útsvars eða hlekkr um fótinn — eitthvað illt.
Jeg man eptir því, er jeg einu sinni minnti
mann einn á hin dýrðlegu orð frelsarans í 3. kap.
Jóh. guðspjalls, sem geyma í sjer allt fagnaðar-
erindið, þessi orð: »Svo elskaði guð heiminn, að hann
gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann
trúir, glatist ekki, heldr hafi eilíft líf«. Hverju
haldið þjer hann hafi svarað? Hann svaraði ein-
kennilega, dæmalaust einkennilega fyrir þess konar
menn. Hann segir: »Já, jeg held jeg kunni þá
klausu!«. Þetta dýrðlega guðsorð var fyrir hanu
Aldamót VI.
8