Aldamót - 01.01.1896, Page 114
114
ekkert annað en klausa; enda var öll þekking hans
á guðsorði sams konar. Fyrir hann var það allt
klausur.
Haldið þjer nú, tilheyrendr mínir, að nokkur
maðr taki sjer það nærri, þótt hann segi skilið við
nokkrar klausur? Eða er það nokkur furða, þótt
vantrúar-ummælin um guðsorðið hitti fyrir hjá hon-
um góðan jarðveg, úr því þetta orð hefir ekki haft
aðra þýðing fyrir hann en samsafn af klausum?
Hvers vegna eru svo margir vantrúaðir? Jeg
er ekki búinn. Jeg á dálítið eptir enn. Enginn má
samt skilja mig svo, eins og jeg hafi nokkurn tíma
ætlað mjer að segja allt, er segja mætti um málið.
Fjarri því! En það er þó eitt atriði mjög áríðandi
eptir, sem hreint ekki mætti hlaupa fram hjá. Jeg
hefi nefnt aðallega nokkrar hinar ytri ástæður fyrir
því, að svo margir eru vantrúaðir, ástæður, sem
vantrúarmennirnir sjáifir myndu eiga hægast með
að kannast við, vegna þess að skuldin hefir aðallega
verið lögð á aðra, en ekki á þá sjálfa. En eptir er
að minnast á hinar innri orsakir, að hverju leyti
vantrúarmennirnir sjálfir eru orsök í vantrú sinni.
Það er enginn sá vantrúaðr maðr til, að ekki
beri hann sjálfr ábyrgð á vantrú sinni. Guðsorð
lætr engan vera ábyrgðarlausan, enda þótt það
neiti þvi ekki, að til sjeu orsakir og ástæður ýmsar,
sem dragi úr sök mannsins. Það má því til sönn-
unar t. d. benda á bæn frelsarans: »Faðir, fyrirgef
þeim, því þeir vita ekki, hvað þeir gera«. En vit-
anlega hefir það ekkert sönnunargildi fyrir vantrú-
aða menn, þótt sýnt væri fram á, að guðsorð ijeti
alla bera ábyrgð á vantrú sinni. En það er annað,
sem erfiðara verðr fyrir þá að komast fram hjá,